Eins og mörg undanfarin ár fór vetrarfuglatalning fram nú í janúar. Hannes Þór Hafsteinsson garðyrkjusérfræðingur og Steinar Björgvinsson framkvæmdastjór félagsins töldu svæðið austan Reykjanesbrautar í Hafnarfirði og þar með Höfðaskóg, Gráhelluhraun, Sléttuhlíð, Klifsholt, Vatnshlíð, Ástjörn og Setbergshverfið. Þar sem svæðið liggur ekki að sjá vantar margar algengar fuglategundir á listann sem eru algengur hér á veturna með ströndum fram. Náttúrufræðistofnun Íslands heldur utan um öll gögn sem tengjast vetrarfuglatalningu en svæðið sem um ræðir ber númerið SV-14, sjá: http://www.ni.is/greinar/vetrarfuglatalningar-nidurstodur
Eftirtaldar fuglategundir sáust: Hrafnar, skógarþrestir, svartþrestir, starar, músarrindlar, glókollar, krossnefir, snjótittlingar, auðnutittlingar, hrossagaukar, skógarsnípa (við Ástjörn), urtendur, stokkendur, grágæsir, gráhegri, rjúpur og smyrlar.
Talningin fór fram sunnudaginn 21. janúar 2018.
Myndin er af auðnutittling (ljósmynd: Björgvin Sigurbergsson).