Nýlega var lokið við að reisa útikennslustofu nyrst í skóginum í Gráhelluhrauni rétt við Lækjarbotna í gömlum grenilundi. Pokasjóður styrkti gerð útikennslustofunnar. Einar Óskarsson skógarvörður í Haukadal var félaginu innan handar við gerð útikennslustofunnar. Önnur útikennslustofa er í Höfðaskógi við Hvaleyrarvatn sem gerð var fyrir styrk frá hjónunum Herði Zóphaníassyni og Ásthildi Ólafsdóttur. Á myndinni tilla nemar úr Landgræðsluskóla Sameinuð þjóðanna sér niður í útikennslustofunni í Höfðaskógi. Hægt er að panta afnot af útikennslustofunum í síma skógræktarfélagsins (555-6455/894-1268). Annars er alltaf velkomið að nota þær séu þær ekki uppteknar svo fremi að vel sé gengið um þær.
Flokkur: Fréttir 2013