Í haust var lokið við gerð útikennslustofu neðst í skóginum í Gráhelluhrauni skammt frá Lækjarbotnum. Stofan er að hluta klædd með íslensku sitkagreni. Pokasjóður styrkti gerð útikennslustofunnar. Einar Óskarsson skógarvörður í Haukadal var félaginu innan handar við gerð stofunnar. Öllum er heimilt að nota þessa aðstöðu svo fremi að gengið sé vel um svæðið. Á myndinni eru Ásta Steingerður og Steinar sest á skólabekk í nýju útikennslustofunni í Gráhelluhrauni.
Flokkur: Fréttir 2014