Í síðustu viku tók Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála út aðstæður í Gráhelluhraunsskógi v. kæru Hestamannfélagsins Sörla en Sörli kærði deiliskipulag svæðisins. Deilan stendur um tengingar gangandi vegfarenda inn í Gráhelluhraunsskóg sérstaklega sunnan megin. Leggur Sörli til að lokað verði fyrir umferð gangandi til suðurs í átt að athafnasvæði Sörla. Er það ekki í samræmi við deiliskipulag svæðisins sem gerir ráð fyrir umferð gangandi í gegnum Gráhelluhraunsskógi sem hluta af tengingu byggðar við uppland bæjarins.
Flokkur: Fréttir 2020