Gengið um Höfðaskóg og yfir í skóginn í Selhöfða. Þar hefur mikið starf verið unnið í grisjun að undanförnu og ný leið opnuð í gegnum skóginn. Skógurinn í Selhöfða var gróðursettur snemma á níunda áratug síðustu aldar. Gangan er hluti af dagskrá „Bjartra daga“ í Hafnarfirði sem standa dagana 23. – 27. apríl. Lagt af stað frá bækistöðvum félagsins og Þallar við Kaldárselsveg kl 14.00. Boðið verður upp á kaffi í Þöll að göngu lokinni.
Flokkar: Dagskrá 2014, Fréttir 2014