Skokkhópur Hauka kom við hjá okkur seinni partinn í gær og afhenti félaginu formlega styrk sem þakklætisvott til félagsins fyrir alla stígana sem félagið hefur lagt í upplandinu. Utanvegahlaup Hauka fer alltaf fram um hvítasunnuna á stígum félagsins og er eitt allra vinsælasta utanvegahlaup landsins. Skokkhópur Hauka æfir einnig reglulega á stígum í skóglendum félagsins. Félagið þakkar kærlega fyrir styrk þennan en þetta er ekki í fyrsta skipti sem skokkhópur Hauka (Almenningsíþróttadeild Hauka) afhendir félaginu styrk og fyrir það erum við afskaplega þakklát. Á myndinni má sjá Skokkhóp Hauka sem heimsóttu félagið í gær. Fremst á myndinni standa Steinar Björgvinsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Hfj og Stefán Georgsson sem er í forsvari fyrir skokkhóp Hauka.
Flokkur: Fréttir 2022