Skógarganga laugardaginn 22. apríl 2017 kl. 13.00. Töfrar skógarins í Gráhelluhrauni. Í ár eru 70 ár liðin frá því að fyrsta trjáplantan var gróðursett í Gráhelluhrauni. Í þessari göngu verður lífinu í skóginum gefin sérstakur gaumur en skógurinn er einnig þekktur undir nafninu "Tröllaskógur". Gangan tekur um eina og hálfa klukkustund. Boðið verður upp á kaffi í Þöll að göngu lokinni. Mæting við hesthúsin í Hlíðarþúfum við Kaldárselsveg. Nánari upplýsingar í síma: 555-6455 eða 894-1268.