Skógræktarfélagið efnir til göngu um landgræðsluskóga-svæði félagsins í Seldal fimmtudagskvöldið 21. júní kl. 20.00. Lagt verður af stað frá bílastæðinu við vesturenda Hvaleyrarvatns þar sem áður stóð hús á vegum bæjarins. Skógrækt í Seldal hófst árið 1990 sama ár og landgræðsluskóga-átakið hófst á landsvísu. Myndin er tekin vorið 1990 þegar fyrstu trjáplönturnar voru gróðursettar í Seldal. Nánari upplýsingar má nálgast í síma félagsins: 555-6455.
Flokkur: Fréttir 2012