Fimmtudagskvöldið 27. júní verður gengið um skóginn í Gráhelluhrauni. Sérstaklega verður hugað að þeim trjátegundum sem þar er að finna en byrjað var að gróðursetja þar 1947 ári eftir stofnun félagsins. Lagt af stað frá hesthúsunum í Hlíðarþúfum við Kaldárselsveg kl. 20.00. Myndin er tekin í fyrstu gróðursetningarferðinni í Gráhelluhrauni 27. maí 1947. Nánari upplýsingar í síma félagsins: 555-6455.