Laugardaginn kemur 26. apríl stendur félagið fyrir göngu um Höfðaskóg og yfir í skóginn í Selhöfða þar sem mikið hefur verið grisjað í vetur. Gangan hefst kl. 14.00 í Þöll við Kaldárselsveg. Gangan tekur rúma klukkustund. Boðið verður upp á kaffisopa að göngu lokinni. Ganga þessi er hluti af dagskrá "Bjartra daga". Nánari upplýsingar í síma: 555-6455 eða í gegnum netfang félagsins: skoghf@simnet.is