Vel gengur að byggja nýja vélaskemmu félagsins við bækistöðvar þess í Höfðaskógi. Búið er að steypa gólfið og slípa, setja í glugga og hurðir. Næst á dagskrá eru innréttingar og klæðning. Vélaskemman sem einnig mun hýsa verkstæði, geymslu og salerni verður að öllu óbreyttu tilbúin í næsta mániði.
Auk skemmubyggingar hefur einnig verið unnið að grisjun og snyrtingu í Höfðaskógi, Seldal og Gráhelluhrauni síðastliðnar vikur. Nokkiur tími fer einnig í hreinsun á upplandinu enda sjaldan verið eins mikið af gestum í skóglendum félagsins eins og síðastliðið ár.