Unnið er að byggingu vélaskemmu og verkstæðis við bækistöðvar félagsins í Höfðaskógi þessa dagana. Skemman er yfir 100 fermetrar að stærð. Mun hún bæta alla aðstöðu til að geyma tæki, sinna viðhaldi, smíðum og þess háttar. Gunnar Þórólfsson og Erlendur Gunnar Gunnarsson húsasmíðameistarar stjórna verkinu. Reiknað er með að lokið verði við byggingu skemmunnar fyrir vorið. Er það löngu orðið tímabært að félagið eignist skemmu til að hýsa tækin sín og bæta alla aðstöðu til vinnu ekki hvað síst að vetri til en félagið fagnar 75 ára afmæli nú í ár.
Flokkur: Fréttir 2021