Um 30 sjálfboðaliðar mættu síðastliðinn laugardag og gróðursettu í Vatnshlíðarlund til minningar um Hjálmar R. Bárðarson og Else Bárðarson. Gróðursettar voru um 1.200 þriggja ára gamlar trjáplöntur af ýmsum tegundum. Gaman var að sjá að ungir jafnt sem aldnir mættu og var lokið við að gróðursetja á tveimur tímum þrátt fyrir að bera þyrfti plönturnar upp brattar brekkur og grafa holur í grýttri Vatnshlíðinni. Á myndinni eru frá vinstri: Svavar Þrastarson, Gísli Halldórsson og Rakel Kristjánsdóttir. Skógræktarfélagið þakkar sjálfboðaliðunum kærlega fyrir þeirra framlag.
Flokkur: Fréttir 2013