Skógrækarfélagið auglýsir eftir sjálfboðaliðum. Laugadaginn 14. september ætlum við að gróðursetja alls kyns trjágróður í Vatnshlíðina til minningar um hjónin Hjálmar R. Bárðarson og Else S. Bárðarson. . Við hittumst kl. 10.00 í Vatnshlíðinni. Ekinn er Hvaleyrarvatnsvegur og fljótlega eftir að komið er inn á hann er beygt til hægri og ekið út með hlíðinni þangað sem vegurinn endar. Plöntur og verkfæri verða á staðnum. Öllum er velkomið að taka þátt. Nánari upplýsingar í síma félagsins: 555-6455.
Flokkur: Fréttir 2013