Þrír sjálfboðaliðar, ásamt móður tveggja þeirra, frá Long Island, New York störfuðu í sjálfboðaliðavinnu hjá félaginu í síðustu viku. Eru þau öll nemar við „Friends Academy“, New York. Í maí í fyrra voru tveir ungir sjálfboðaliðar hjá félaginu frá sama skóla. Til að útskrifast þurfa nemarnir að sinna samfélagsþjónustu/sjálfboðavinnu af einhverju tagi og kynna svo upplifun sína og segja frá við hvað þau fengust þegar heim er komið. Við hjá félaginu þökkum þessum duglegu ungmennum kærlega fyrir þeirra framlag. Á myndinni eru frá vinstri: Richard Zhu, Ling Wang, Richard Wang og Sydney Wang.
Flokkur: Fréttir 2023