Hinn árlegi sjálfboðaliðadagur félagsins verður laugardaginn 10. september 2022 milli kl. 11.00 til 13.00. Við ætlum að hittast í brekkunum í Hamranesi á móts við flugmódelvöllinn við Hvaleyrarvatnsveg. Plöntur og verkfæri á staðnum. Að lokinni gróðursetningu býður félagið upp á súpu í bækistöðvum félagsins (Þöll) við Kaldárselsveg. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar í síma: 555-6455 eða 894-1268 (Steinar).
Flokkur: Fréttir 2022