Við ætlum að gróðursetja í hlíðarnar þar sem sorphaugar bæjarins voru áður, skammt fyrir sunnan Hamranes á móts við Hamranesflugvöll við Hvaleyrarvatnsveg. Plöntur og verkfæri verða á staðnum. Allir velkomnir. Margar hendur vinna létt verk. Boðið verður upp á hressingu í Þöll að gróðursetningu lokinni. Nánari upplýsingar í síma Skógræktarfélags Hafnarfjarðar: 555-6455 eða 894-1268.
Flokkur: Fréttir 2019