16 manna hópur fráCuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar, heimsóttu félagið laugardagsmorguninn 26. nóvember eins og svo mörg undanfarin ár. Hópurinn kemur hingað í tengslum við afhendingu á jólatrénu frá Cuxhaven sem verður tendrað í dag, 26. nóvember, kl. 15.00 við Cuxhaven-höfnina. Það er alltaf gaman að taka á móti þessum hópi enda eru þetta orðnir góðir vinir okkar hjá Skógræktarfélaginu. Takk fyrir komuna og sjáumst að ári.
Flokkur: Fréttir 2016