Tvö plöntusöfn eru í Höfðaskógi við Hvaleyrarvatn í umsjón Skógræktfélags Hafnarfjarðar. Um er að ræða söfn með lifandi plöntum undir berum himni. Öllum er frjálst að fara um og skoða plöntusöfnin svo fremi að gengið sé vel um. Bannað er að klippa eða brjóta greinar af sýningareintökum. Lausaganga hunda er bönnuð og eins og annars staðar í upplandinu er bannað að kveikja í gróðri eða slá upp varðeldi í skóginum eða á öðru grónu landi. Steinar Björgvinsson ræktunarstjóri Þallar hefur yfirumsjón með plöntusöfnunum.