Fámennt en góðmennt var laugardsmorguninn 27. júní síðastliðinn þegar gróðursettar voru þrjár bjarkir ‘Embla’ í Lýðveldislund/Vigdísarlund á Víðistaðatúni í tilfefni þess að 35 ár eru liðin frá kjöri frú Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta Íslands og ennfremur að 100 ár eru liðin frá því að konur hlutu kosningarétt. Eitt tréið er tileinkað stúlkum, eitt drengjum og eitt komandi kynslóðum í anda frú Vigdísar. Vigdís gróðursetti árið 1994 í Lýðveldislundinn á Víðistöðum í tilefni hálfrar aldar afmælis lýðveldisins. Á myndinni sést Hildur Guðjónsdóttir vökva eitt trjánna.