Gróðrarstöðin verður opin virka daga í september frá kl. 09.00 – 17.00 nema annað sé auglýst. Haustið hefur sýnt sig að vera kjörið til gróðursetningar á trjám og runnum hvers konar. Flestar okkar plöntur eru ræktaðar og seldar í pottum og verður því fyrir litlu raski sem fylgir gróðursetningu.
Hægt er að panta stærri tré sem eru þá tekin upp sérstaklega séu þau til hjá okkur.
Erum með rósarunna, berjarunna, sígrænt, klifurplöntur, reynitegundir, sýrenur, skógarplöntur og margt fleira.
Síminn í Þöll er: 555-6455 eða 894-1268.