Jólatrjáasala félagsins verður opin föstudaginn 19. desember frá kl. 10.00 – 18.00. Laugardaginn 20. og sunnudaginn 21. desember verður opið frá kl. 10.00 – 18.00 báða dagana. Bjóðum upp á íslensk furu- og grenijólatré (rauð- og blágreni). Einnig jólatré með rót (sitkagreni og stafafura). Leiðisgreinar, krossar, hurðarkransar, jólavendir, kertaskreytingar, eldiviður og fleira er einnig fáanlegt. Furugreina-búnt fylgir öllum seldum jólatrjám. Heitt súkkulaði í kaupbæti um helgina. Erum við Kaldárselsveg skammt frá Íshestum. Síminn er: 555-6455 eða 894-1268.
Flokkur: Fréttir 2014