Jólatrjáasala félagsins verður opin helgina 13. og 14. desember milli kl. 10.00 – 18.00 báða dagana. Á boðstólum eru íslensk furu- og grenijólatré, jólatré með rót, greinar, könglar, hurðarkransar, leiðisgreinar, jólavendir, eldiviður og fleira. Furugreinar fylgja með í kaupbæti fyrir hvert selt jólatré og allir fá heitt súkkulaði.
Bryndís Björgvinsdóttir þjóðfræðingur og rithöfundur kemur og les úr nýútkominni bók sinni "Hafnfirðingabrandarinn" kl. 15.00 sunnudaginn 14. des. Hægt verður að kaupa bókina á staðnum og fá áritun höfundar. Bókin er tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna.
Síminn í Þöll er: 555-6455 eða 894-1268