Nýtt almennings-salerni fyrir neðan Skátalund v Hvaleyrarvatn var formlega opnað í gær. Það eru félagar í St. Georgsgildinu sem eiga heiðurinn að hönnun og byggingu salernisins.
Salernið verður opið almenningi milli kl. 08.00 – 22.00 alla daga. Staðsetningin er skammt fyrir neðan Skátalund við Hvaleyrarvatn. Aðstaðan mun nýtast gestum sem heimsækja útivistarsvæðið og fyrir þátttakendur alls kyns viðburða á vegum skáta.
Við óskum gildis-skátum innilega til hamingju með þetta framtak og vonum og biðlum til fólks að ganga vel um og skilja við eins og maður sjálfur vildi koma að.
Ljósmynd: Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri þakkar Ólafi Proppé formanni Gildisskáta fyrir þeirra glæsilega framtak við að bæta aðstöðu útivistarfólks í Höfðaskógi og við Hvaleyrarvatn.