Í vikunni sem leið heimsóttu tíu nemar Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna félagið heim. Um er að ræða sex mánaða nám í landgræðslufræðum sem Landbúnaðarháskóli Íslands heldur utan um. Nemarnir að þessu sinni komu frá: Níger, Namibíu, Eþíópíu, Uganda, Ghana, Mongólíu og Kirgistan. Þetta er í þriðja sinn sem nemar við Landgræðsluskóla SÞ heimsækja skógræktarfélagið. Skógræktarfélagið óskar þessu atorkusama fólki góðs gengis í sínu námi og í störfum sínum þegar heim er komið og þakkar fyrir komuna.
Flokkur: Fréttir 2013