Eins og svo mörg undanfarin sumur hefur vinnuhópur á vegum Landsvirkjunar starfað hjá félaginu í júní og júlí undir kjörorðunum „margar hendur vinna létt verk“. Um var að ræða rúmlega tuttugu manna hóp á aldrinum 16 til 21 árs. Vann Landsvirkjunar-hópurinn m.a. að lagfæringu göngustíga í Höfðaskógi, gróðursetningu í Seldal, hreinsun útivistarsvæðisins í kringum Hvaleyrarvatn, skiltagerð, slætti á ágengum gróðri meðfram stígum, við ángingarstaði og gatnamót og fleira.
Félagið þakkar þessum vinnufúsa hóp kærlega fyrir samstarfið í sumar. Án þeirra hefði ekki verið hægt að ráðast í ýmis þau verkefni sem unnið var að í sumar. Flokkstjórar voru Sólveig og Heimir. Myndin er tekin af hluta hópsins við hreinsun á „Rósastígnum“ í Höfðaskógi í sumar.