Eins og svo mörg undanfarin sumur hefur Skógræktarfélag Hafnarfjarðar notið starfskrafta ungmenna sem kostuð eru af Landsvirkjun undir kjörorðunum "Margar hendur vinna létt verk". Rúmlega 20 ungmenni á vegum Landsvirkjunar störfuðu hjá félaginu í sumar þegar mest var. Unnið var að gerð og viðhaldi göngustíga í skóginum og í kringum Hvaleyrarvatn, gróðursetningu, áburðargjöf, hreinsun o.fl. Félagið þakkir Landsvirkjun fyrir sitt framlag til að gera útivistarsvæðið í upplandi bæjarins aðgengilegra og betra. Þetta vinnuframlag skiptir miklu fyrir starfsemi félagsins.
Flokkur: Fréttir 2013