Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar bjóða til skógargöngu nk. þriðjudagskvöld, 8. október, kl. 19.30. Farið frá bækistöðvum skógræktarfélagsins og Þallar við Kaldárselsveg. Boðið upp á súkkulaði og meðlæti í bækistöðvum skógrækarfélagsins í lokin. Göngufólk er beðið um að taka með sér ljósfæri þar sem skuggsýnt er orðið.