Ekki er víst að boðið verði upp á hoppukastala á morgun sökum rigningar.
En við höldum okkar striki að öðru leyti. „Líf í lundi“ er öllum opin. Ath. hliðið verður lokað og því bendum við gestum á að leggja í Værð, við Höfða, við Hvaleyrarvatn, á Beitarhúsahálsi eða hjóla eða ganga græna stíginn upp í Þöll.
Líf í lundi – fjölskylduhátíð
Laugardaginn 22. júní 2024
Kl. 14.00 – 17.00
Við Þöll, Kaldárselsvegi
Pálmar Örn Guðmundsson trúbador leikur og syngur kl. 14 – 15 og 16 – 17
“Pop up” kaffihús. Pallett Kaffikompaní.
Salsa. Ellen og Pálmar sýna og kenna salsa kl. 15.30 – 15.45
Félagar í Rimmugýg verða á svæðinu
Grill
Skógargetraun. Úrslit kynnt kl. 16.30
Og kannski eitthvað fleira!