„Líf í lundi“ fer fram laugardaginn 22. júní frá kl. 14.00 til 17.00. Ef þú hefur áhuga að taka þátt á einhvern hátt t.d. með listviðburði, leikjum fyrir börnin, handverki eða á annan hátt þá endilega hafið samband við framkvæmdastjóra félagsins á netfangið skoghf@simnet.is eða í síma 894-1268.