Samningar um svokallaðar landnemaspildur sem byrjað var að úthluta á ári trésins 1980 renna út í mars á þessu ári. Gildum félögum í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar, stofnunum, félögum og fyrirtækjum sem sinnt hafa uppgræðslu og hirðingu í sínum spildum verður boðið endunýjun á viðkomandi landnema-samningi til ársins 2030. Þessa dagana er verið að vinna í því að hafa samband við alla spilduhafa og kanna hug þeirra. Þeir sem ekki hefur náðst í eru beðnir um hafa samband í síma: 555-6455 eða 894-1268 (Steinar). Einnig má senda tölvupóst á tölvupóstfangið: skoghf@simnet.is.
Flokkur: Fréttir 2015