Um sextíu manns mættu í ljósagöngu Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins og Skógræktarfélags Hfj í gærkvöldi. Gangan var í anda hrekkjavöku en um 15 manna undirbúningshópur hafði hist viku fyrir gönguna og lagt á ráðin. Hópur þessi klæddi sig upp og faldi sig í skóginum og skutu göngufólki skelk í bringu. Að göngu lokinni bauð Krabbameinsfélagið upp á heitt súkkulaði og kleinur í Þöll. Skógræktarfélagið vill sérstaklega þakka þeim sem lögðu á sig að klæða sig upp, mála og leika álfa, nornir og drauga í skóginum. Ef þið tóku myndir í göngunni í gær þætti okkur vænt um að fá að deila þeim. Vinsamlegast sendið á netfangið skoghf@simnet.is
Flokkur: Fréttir 2022