Undanfarna daga hefur verið unnið að kurlun á grisjunarviði í Selhöfða við Hvaleyrarvatn. Aðallega er um að ræða boli af stafafuru. Á myndinni sést Árni Þórólfsson skógarvörður stinga trjábol í kurlarann sem fenginn var að láni hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Kurlið verður notað í stíga í skóginum.
Flokkur: Fréttir 2014