Starfsmenn félagsins eru nú í óða önn að undirbúa jólatrjáa- og skreytingasölu félagsins. Eigum til furu-jólatré, tröpputré, furugreinar, hurðarkransa, köngla og fleira. Verðum einnig með blágreni frá og með næstu viku. Eigum einnig til greni með rótarhnaus, jóla-samplantanir og fleira. Alla jafna er opið virka daga frá kl. 09.00 – 17.00. Hafið samband í síma: 555-6455 eða 894-1268 (Steinar).
Formleg opnun jólatrjáasölunnar verður helgina 9.- 10. desember en þá verður opið frá kl. 10.00 – 18.00 laugar- og sunnudag. Boðið verður upp í á heitt súkkulaði í kaupbæti þá helgi.
Myndin er af Jökli með tröpputré sem hann var að útbúa. Þau njóta mikilla vinsælda. Myndina tók Árni Þórólfsson.