Jólatrjáasala félagsins er opin alla helgina frá kl. 10.00 – 18.00 laugardaginn 5. og sunnudaginn 6. desember. Á boðstólum eru íslensk, úrvals furu-, blágreni og rauðgrenijólatré, greinar, hurðakransar, leiðisgreinar og fleira. Allar skreytingar eru úr íslensku hráefni úr skóginum. Allir fá heitt súkkulaði í kaupbæti. Góð færð er upp eftir og skjól í skóginum. Síminn er 555-6455 og netfangið skoghf@simnet.is