Jólatrjáasala félagsins hefst um helgina (6. og 7. des). Opið verður frá kl. 10.00 – 18.00 laugar- og sunnudag. Félagið hefur á boðstólum íslenska furu, blágreni og rauðgreni. Einnig greinar, eldivið, köngla, hurðarkransa, jólavendi og fleira. Furugreinar í kaupbæti fyrir hvert selt jólatré um helgina. Einnig heitt súkkulaði í boði fyrir viðskiptavini.
Jólatrjáasala félagsins er í bækistöðvum þess og Þallar við Kaldárselsveg í Hafnarfirði skammt frá hestamiðstöð Íshesta. Síminn er 555-6455 eða 894-1268. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið: skoghf@simnet.is