Kæru félagar. Nú er innheimta á árgjaldinu 2023 farin af stað. Með því að styrkja félagið hjálpar þú okkur að sinna útivistarsvæðinu í upplandi bæjarins. Félagið sér um skógrækt, stígagerð, grisjun, hreinsun og vöktun. Félagið tekur reglulega á móti hvers kyns hópum eins og nemendahópum sem vilja fræðast um skógrækt og umhverfismál. Félagið býður upp á ýmsa viðburði eins og fjölskyldudag, fuglaskoðun, sveppafræðslu, hrekkjavökugöngu og fleira. Félagar fá 15% afslátt af öllum plöntum í Þöll og einnig afslátt í ýmsum öðrum gróðrarstöðvum og garðyrkjuverslunum. Nú er félagsskírteinið rafrænt. Helstu skóglendi í umsjá félagsins eru Gráhelluhraunsskógur, Höfðaskógur, Seldalur, Klifsholt og Undirhlíðar. Heimasíða félagsins: skoghf.is
Flokkur: Fréttir 2023