Innheimta árgjalds 2021 er farin af stað. Með því að greiða árgjald Skógræktarfélags Hafnarfjarðar styður þú við uppbyggingu og viðhald á útivistarskógum félagsins í upplandi bæjarins. Félagið sér um skógrækt, grisjun, stígagerð, hreinsun, losun á sorpílátum, hreinsun á salernum við Skátalund svo fátt eitt sé nefnt. Félagar njóta afsláttar gegn framvísun félagsskírteinis hjá öllum helstu gróðrarstöðvum landsins og fleiri fyrirtækjum í græna geiranum.
Ef þú af einhverjum ástæðum óskar eftir því að segja þig úr félaginu eða félagi hefur fallið frá vinsamlegast sendið upplýsingar þar að lútandi á netfangið skoghf@simnet.is
Takk fyrir stuðninginn