Kæru félagar. Nú er innheimta árgjalds 2020 farin af stað. Árgjaldið er kr. 3.000,-. Sem félagi í Skógræktarfélagi Hfj styður þú við uppbyggingu og viðhald útivistarskóganna í upplandi Hfj þar með talið stígagerð, hreinsun, snjóruðning á gönguleiðum, grisjun og fleira. Félagar njóta afsláttar í fjölda gróðrarstöðva og garðyrkjuverslana. Félagar í Skógræktarfélagi Hfj eru nú um 950 talsins og hafa aldrei verið fleiri.
Ef þið óskið eftir að segja ykkur úr félaginu eða félagi hefur fallið frá á síðastliðnu ári vinsamlegast sendið upplýsingar á netfangið skoghf@simnet.is
Skógarkveðja: SB