Kæru félagar. Nú hefur innheimta á árgjaldi fyrir árið 2019 verið sett af stað. Árgjaldið er aðeins kr. 2.500,-. Með því að greiða árgjaldið styður þú uppbyggingu á útivistarsvæðinu í kringum Hvaleyrarvatni, Gráhelluhrauni, Klifsholtum, við Fremstahöfða, Undirhlíðum og í Seldal. Skógræktarfélag Hfj sér um útplöntun, grisjun, stígagerð, losun ruslaíláta, eftirlit og fleira tengt útivistarsvæðinum í upplandi bæjarins.
Félagar njóta 15% afsláttar af öllum plöntum í Þöll. Fleiri fyrirtæki í græna geiranum bjóða upp á afslátt gegn framvísun félagsskírteinis.
Ný félagsskírteini fyrir árin 2020 og 2021 verða send út með aðalfundarboði í mars á næsta ári. Villtu gerast félagi? Sendu umsókn á netfangið skoghf@simnet.is. Munið að skrá kennitölu og netfang.
Minnum á ljósgönguna þriðjudaginn 29. október kl. 19.30. Lagt af stað frá Þöll. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt í undirbúningi hennar hafið samband í síma 894-1268 eða sendið póst á netfangið skoghf@simnet.is. Nánar auglýst síðar.