Búið er að senda út greiðsluseðla og stofna kröfur í heimabanka félaga vegna árgjaldsins 2017. Því miður misritaðist á greiðsluseðlana að verið væri að innheimta vegna árgjaldsins 2016 en svo er ekki. Árgjaldið er kr. 2.500,-.
Með því að gerast félagi í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar styður þú uppgræðslu, uppbyggingu og viðhald útivistarsvæðisins í upplandi bæjarins. Skógræktarfélag Hfj er sjálfseignarstofnun sem vinnur í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ og fleiri aðila.
Félagar fá 15% afslátt af öllum plöntum í Þöll. Fleiri fyrirtæki í græna geiranum bjóða félögum afslátt gegn framvísun félagsskírteinis.