Með því að gerast félagi í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar styður þú skógrækt, uppgræðslu og bætta aðstöðu í skóglendum félagsins í upplandi Hafnarfjarðar. Félagið sér um að losa ruslatunnur við Hvaleyrarvatn, Kaldárseli, Gráhelluhrauni og víðar. Einnig annast félagið stígagerð og viðhald stíga í skógum félagsins, í kringum Hvaleyrarvatn og víðar. Til að gerast félagi ferð þú í flipann „Um félagið“ efst á síðunni og síðan í „skrá í félagið“. Félagar njóta afsláttar hjá fjölda fyrirtækja í græna geiranum eins og í Blómaval, Garðheimum, Þöll og víðar.
Flokkur: Fréttir 2021