Margar rósir komu illa undan vetri og kóla mikið. Í Rósagarðinum í Höfðaskógi eru á annað hundrað mismunandi tegundir og yrki af rósum. Sumar litu mjög illa út í vor. Margar eru þó óðum að ná sér. Búið er að klippa mesta kalið og klippa/reita mesta samkeppnisgróðurinn frá þeim. Á myndinni taka Sveinn og Erna Aradóttir til hendinni í Rósagarðinum. Rósgarðurinn/rósasafnið er í Höfðaskógi austan af Hvaleyrarvatni. Rósagarðurinn er samstarfsverkefni Rósaklúbbs Garðyrkjufélags Íslands og Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.
Flokkur: Fréttir 2014