Hólmfríður Finnbogadóttir (f. 1. júlí 1931) lést 28. nóvember 2019. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk Hólmfríðar. Hólmfríður hóf störf hjá félaginu árið 1980. Hólmfríður varð síðar formaður félagsins (1989) og síðan framkvæmdarstjóri allt til ársins 2013.
Hólmfríður á mikinn þátt í velgengni Skógræktarfélags Hafnarfjarðar. Hún var dugleg að afla félaga. Í hennar tíð voru haldnir tveir vel heppnaðir aðalfundir Skógræktarfélags Íslands árin 1996 og 2006.
Hólmfríður sat all lengi í stjórn Skógræktarfélag Íslands. Hún sat einnig í fyrstu stjórn Gróðurs fyrir fólk. Hólmfríður var einnig virk í starfi Rauða krossins, Alþýðuflokksins/Samfylkingarinnar, Sálarrannsóknarfélags Hafnarfjarðar og fleiri félaga.
Stjórn og starfsmenn Skógræktarfélags Hafnarfjarðar þakka Hólmfríði kærlega hennar framlag til skógræktar og vináttu í gegnum tíðina.
Blessuð sé minning Hólmfríðar Finnbogadóttur.
Ljósmynd: Hólmfríður í landnemaspildu þeirra hjóna Reynis og Hólmfríðar árið 2016.