Í dag, laugardaginn 30. nóvember, heimsótti hópur þjóðverja frá Cuxhaven félagið heim ásamt stjórn Cuxhaven-Hafnarfjörður vinabæjarfélagsins. Heimsókn þjóðverjanna er í tengslum við afhendingu og tendrum á jólatrénu frá Cuxhaven sem stendur við Flensborgarhöfn. Myndin er tekin þegar minningarsteinn um Jónas heitinn rafveitustjóra var afhjúpaður í fyrra af Dórótheu ekkju Jónasar og frú Fischer bæjarstjóra í Cuxhaven. Minningarsteinninn stendur í Cuxhaven-trjálundinum við Hvaleyrarvatn.