Nemendur 4. bekks í Öldutúnsskóla heimsóttu félagið síðdegis miðvikudaginn 12. febrúar. Fengu þau leiðsögn um skóginn. Kynntust m.a. nýbúum í flóru landsins, hindberjarunnum í vetrarbúningi, náttstað fuglanna í skóginum og fleira. Allir fengu svo heitt kakó og kleinur í lok göngu. Bekkjartenglar skipulögðu viðburðinn. Hátt í 60 mann mættu þetta fallega síðdegi í skóginn. Takk fyrir komuna. Ljósmynd: Steinunn Garðarsdóttir.
Flokkur: Fréttir 2020