Nemendur og kennarar í Leikskólanum Norðurbergi komu í dag eins og svo oft áður til að njóta skógarins.
Norðurberg hefur í mörg ár notað Höfðaskóg til útikennslu fyrir sína nema. Krakkarnir fá svo aðstöðu í Þöll til að matast en eru annars úti allan daginn alveg sama hvernig viðrar.