Föstudaginn 17. september 2021 mættu um 15 starfsmenn Íslandsbanka, aðallega úr tölvudeild, og gróðursettu í hlíðarnar á móts við Hamranesflugvöll. Daginn eftir, laugardaginn 18. september, var hinn árlegi sjálfboðaliðadagur félagsins. Haldið var áfram að planta í hlíðarnar þar sem sorphaugar bæjarins voru áður og síðar jarðvegstippur. Gróðursettar voru á áttunda hundrað 3-4 ára trjáplöntur þessa daga í brekkurnar en þarna er ansi grýtt og mikill grasvöxtur og því ekki auðvelt að stinga niður skóflu. Þetta er fjórða árið sem gróðursett er á þessum slóðum en svæðið telur tugi hektara og deiliskipulagt sem skógræktar- og útivistarsvæði. Nú er að vaxa þarna upp fjölbreyttur skógar á svæði sem áður var opinn ruslahaugar og jarðvegstippur. Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í þessu átaki kærlega fyrir þeirra framlag.
Flokkur: Fréttir 2021