Utanvegahlaup Hauka fer fram núna annan í Hvítasunnu. Starfsmenn félagsins hafa unnið að lagfæringu á stígum hér í upplandinu sem eru hluti af hlaupaleiðinni. Almennings-íþróttadeild Hauka hefur lagt félaginu til fjárstuðning til verksins. Unnið var að gerð steinbrúar yfir Grófarlæk í Grófargili í vikunni. Á myndinni sést Árni Þórólfsson við brúnna. Ljósmynd: Jökull Gunnarsson.