Rúmlega 30 félagsmenn í Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar mættu á sunnudagsmorgni 27. september í Vatnshlíð til að gróðursetja rúmlega 1.300 trjáplöntur í ræktunarreit sem kenndur er við hjónin Hjálmar R. Bárðarson og Else Sörensen Bárðarson. Þetta hefur verið fastur liður í starfsemi félagsins á undanförnum árum og hafa félagsmenn jafnan tekið virkan þátt í þessu skemmtilega starfi. Á myndinni sést megnið af hópnum sem tók þátt í gróðursetningunni.
Flokkur: Fréttir 2015